Gettu Betur

Í vetur ætlum við að koma af stað stórri Getu Betur keppni. Þið parið ykkur saman í 3 manna lið og komið og skráið ykkur hjá Helgu Lind. Skráningafrestur rennur út á þriðjudaginn 11.nóvember klukkan 18:00. Fyrsta keppnin verður haldin á miðvikudagskvöldið í Djúpinu klukkan 20:00. Mikið fjör mikið gaman. Endilega að skrá sig. Þaft allt ekki að vera brjálaður nörd til  að geta tekið þátt í gettu betur 8-).

Djúpið verður lokað bæði fimmtudag og föstudag frá 16:00 - 18:00. 7.bekkur fær að vera hérna og leika sér í friði á fimmtudeginum og Lufsufundur á föstudeginum.

Tíhí. Sjáumst!

Ástráður heimsækir Lufsurnar

Á föstudaginn 7.nóvember kemur Ástráður og ætlar að halda fyrirlestur fyrir Lufsurnar. Ástráður er forvarnastarf læknanema og er hægt að nálgast upplýsingar um þá á heimasíðu þeirra www.astradur.is

Lufsurnar er stelpuklúbbur og eru allar stelpur velkomnar!

Þetta er frá 16:00 til 18:00. Allar stelpur að mæta. Það er lokað fyrir aðra í Djúpið á meðan

Allt að gerast!

Jæja krakkar. Nú höfum við komið af stað söfnunarátaki svo að við getum keypt okkur myndavél!! Tvær ruslatunnur eru komnar upp sem eru einungis fyrir flöskur og dósir. Ég bið ykkur um að vera dugleg að passa að henda öllum dósum og flöskum þangað og fylgjast með hvort aðrir geri það ekki líka. Og endilega ef þið eigið flöskur heima sem ykkur langar alveg afskaplega innilega mikið að gefa. Þá er það alveg frábært.

Billiard mótið fór vel af stað í gær og kláruðust allir leikir nema úrslitaleikurinn. Hann verður á morgun í Djúpinu á slaginu 20:00. Stefán í 9.bekk á móti Rúnari Pierra í 10.bekk. Spennó?

Billiard mót

Minna á billiard mótið í kvöld. Skráningin lokar klukkan 20:00 og mótið sjálft hefst 20:10. Ekki er hægt að skrá sig til leiks eftir að mótið er hafið. Að sjálfsögu er hægt að vera í borðtennis og fótboltaspili á meðan mótið stendur. Einnig verður kveikt á sjónvarpinu börnin góð. Svona til gamans ákvað ég að setja inn dagskrá þeirra tveggja sjónvarpsstöðva sem við höfum aðgang að.

Skjár1
19:15 - Kitchen Nightmares
20:10 - Friday Night Light
21:00 - Eureka (Lokaþáttur)
21:50 - C.S.I. New York

RUV
19:35 - Kastljós
20:20 - Life in Cold blood (Froskdýr nema land) (2:5)
21:15 - Without a Trace (5:24)

Föstudagurinn gekk mjög vel og koma inn myndir af því vonandi bara í dag! Svanur var klárlega fyndnastur sem mamma sín.
Ps. Líka komnar inn myndir frá Samfés ferðinni suður og busaballinu. Enjoy ;)

Halloween

Þessi mætir
Þessi mætir
« 1 af 4 »
Snjóstríðið í gær heppnaðist ekki alveg eins vel og planað var. En hey, við ráðum ekki veðrinu. Snjórinn frekar harður og leiðinlegur. Better luck next time.

Núna á morgun, föstudaginn 7.nóvember ætlum við að gerast örlítið amerísk og halda upp á Halloween, eða hrekkjavökuna. Allir hvattir til að mæta í grímubúningum í félagsmiðstöðina á föstudagskvöldið! Partý Vúúú.

Eru ekki allir jafn spenntir og ég?

Fréttasafn

Úr myndasafni