Brjálað stuð.

Til að forðast allan misskilning krakkar mínir
Til að forðast allan misskilning krakkar mínir
Núna á föstudaginn 26.september ætla allir að sameinast í brjálað fjör!

Krakkarnir frá Flateyri, Suðureyri og Þingeyri koma til okkar og ætlum við að halda hljómsveitarkvöld og .... SUNDLAUGARPARTÝ!
Fjörið hefst klukkan 20:00 á slaginu, í félagsmiðstöðinni. Frá 20:00 til 22:00 ætlum við að hlusta á alla hæfileikaríku krakkana sem við eigum þar sem þau ætla að spila og og syngja fyrir okkur rómantískar vísur (kannski ekki alveg, en hey?). Á meðan verður hægt að kaupa ljúffengar veitingar, svo tónlistin renni nú örugglega ljúft niður. Spil verða á staðnum og ýmislegt til dundurs.

Klukkan 22:00 hefst síðan aðal partýið í sundlauginni! DJ Ívanovitz und DJ Gautino þeyta skífum á sundfötunum (á eftir að ræða það við þá, en hey?) á meðan getið þið dansað tryllingslega ofan í lauginni, tekið nokkur sundtök eða hvað sem ykkur sýnist. Næstum því allavega.

Spennó? Ég hélt það líka.

Vi ses på Fredag!
- Helga Lind súper spennta.

Úr myndasafni